Wednesday, 8 June 2011

Uti ad aka

Vid Golli erum nu komnir aftur til Nilarbakka og okum nu um a fjolublaum Hyundai Elantra i klessubilaleiknum sem a ser stad a hverjum lausum fermeter i Kairo.  Vid erum ordnir samdauna mengunarfnyknum og hœkkandi svitastiginu, vanir oskrandi solumonnum, bipandi bilstjorum, hrinandi osnum, geltandi gotuhundum, syngjandi minarettum og steikjandi geislum gula fiflsins.

Vid fyrstu syn var thad vond hugmynd ad leigja bil, eftir ad Kolli for til Kina erum vid ekki med iphone og GPS kerfi svo vid verdum ad treysta a leidbeiningar almennings, en Egyptar segjast alltaf vita thad sem spurt er um, tho their hafi ekki hugmynd, og benda manni alltaf i einhverja att, tho hun se vitlaus.  Thetta er kunstugt, menn verda ad geta lesid ur nœsta manni hvort hann fari med stadreyndir eda fleipur.

Vid kiktum a motmœli vid innanrikisraduneytid a manudaginn, hittum thar nokkra kunnuga aktivista, svo sem hann Amr sem er hasmœltur eftir manadalanga byltingarrœdur og hrop, og fluinn ad heiman thar sem logreglan leitar hans, en virtist alls ekki fara huldu hofdi a motmœlunum heldur thrumadi slagord af oxlum felaga sinna yfir lydinn.

I gœr forum vid i gamla kirkjugard Kairo thar sem thusundir manna bua i aldagomlum grafreitum og toludum vid oldrud hjon sem hafa bedid arum saman eftir betra husnœdi en bara fengid folsk loford fra stjornvoldum.  Frekar fallegt um ad litast i kirkjugardinum en kannski nidurdrepandi til lengdar ad hirast med framlidnum i herbergi.

Svo forum vid i tvœr moskur midbœjarins, fengum ad prila upp i minarettu med godu utsyni yfir bœjinn rett fyrir solsetur og forum svo i Al-Azhar park ad taka upp bœnakoll Gomlu Kairo og solsetrid.  Vid letum kameruna rulla heillengi til ad taka timelapse skot en audvitad kom einhver krakki og sneri kamerunni eftir halftima thegar vid stodum ekki vid skjainn.

Svo kom i ljos ad billinn var rafmagnslaus, fyndid thar sem allir voru ad hropa a okkur ad slokkva ljosin allan daginn, en ljos eru ekki notud i Egyptalandi frekar en bilbelti eda tryggingar, og var tryggd okkar vid billjosin rafgeyminum ad falli.  God rad voru dyr, en leigubilstjori a Lodu hafdi lœrt ad skipta um rafgeymi a bil i gangi i herthjonustu sinni.  Hann fekk kall sem var ad tsjilla a grasinu til ad hjalpa ser thar sem vid Golli vildum ekki snerta rafgeyminn eda tengin, og i fyrstu tilraun kom blossi og billinn slokkti a ser thegar hann var ad tengja rafgeyminn okkar aftur.  Hvorugur Egyptinn kippti ser upp, enda er daudastund theirra akvedin af œdri mattarvoldum og ekkert ods manns œdi getur haft ahrif a lifslikur theirra, œdruleysid er algert.  I annarri tilraun small rafgeymirinn i samband og vid gatum keyrt a brott.

Tha forum vid a bensinstod og kom i ljos ad tugir nagla voru fastir i dekkjunum, eins og vid hefdum keyrt yfir naglasprengju.  Strakarnir a stodinni trodu raudum rœmum i gotin og vid gatum haldid leid okkar afram.  Thad eru greinilega allar klœr uti hja heimamonnum og allt gert til ad halda skrautlegum og  heltjonudum bilaflotanum a gotunni, en sumir bilarnir eru flakadir og margbrotnir, bilstjorar theirra eru hœttulegastir thvi theim er skitsama um bilinn og madur verdur ad bremsa thegar their svina a mann.

 A eftir tolum vid vid domara sem er eina konan i rettarkerfi Egypta, tokum morg vidtol a thessum sidustu 3 vikum, kikjum til Alexandriu einhvurntimann i millitidinni og forum liklega aftur i leigubil eftir ad vikan er lidin, en tha er leigusamningur bilsins utrunninn.

No comments:

Post a Comment