Tuesday, 31 May 2011

checking into Dahab

Vid kynntumst hressum ungum manni sem Hussein het i brudkaupi stigamannanna sem var aestur i ad hjalpa okkur eftir ad einn kunningi hans, sem var einhver ogœfudrengur, reyndi af meiri vilja en kunnattu ad svindla einhvern pening af okkur.  Hussein bjo i blokk i Luxor med beljur inni i stofu og geitur uppi a thaki en var mjog snyrtilegur drengur.  Eftir ad 3ja daga brudkaupid var yfirstadid for hann med okkur a bondabœ fimm minutna gang f utan Luxor, kl 6 ad morgni, thar sem vid drukkum te med althydu manna.  Their bjuggu i barujarnsskriflum vid kropp kjor og voru sultuslakir.

Svo rulludum vid aftur til Kairo i naeturlest, voknudum vid unglingsstelpur sem budu mer ad giftast ser, en voru samt ad spjalla vid off-duty loggu med byssu.
Romantiski andofsmadurinn ungi Seif gisti aftur med okkur i Kairo og for med okkur a tonleika med egypskum Bubba og ymsum toffurum, m.a. tunisiskum slana sem bitboxadi og alles.  A fostudaginn forum vid a massamotmaeli vid Tahrir-torg sem beindust gegn hernum og leynilegum herrettarholdum gegn motmaelendum, og fyrir domsmalum gegn spillingu medal valdamanna.  Med okkur var argentinsk stelpa sem gisti a Dina's og het Carolina.  Hun var ad koma fra Dahab vid Raudahaf, en thangad stefndum vid adur en Kolli thyrfti ad yfirgefa okkur og fara til Kina nu a midvikudaginn.  

Vid litum vid i Ismailia, thangad sem vid hofdum ekki getad farid sidan herinn hindradi ferd okkar fyrir hartnœr threm vikum.  Eftir ad vid hofdum safnad vistum heldum vid med rutu til Sinai-skaga en rutan okkar for i gegnum Suez-borg og hefdi verid 8 tima a leidinni svo vid hoppudum strax ut og tokum einkabil sem skutladi okkur.  Leidin var full af vegatalmum thar sem beduinar hofdu lokad veginum daginn adur og verid med vesen, en their krefjast thess ad herinn sleppi fongum ur theirra flokkum.  

Vid akvadum ad gista eina nott sem vard ad tveimur i Sharm-el Sheikh, halftomlegri turistaborg vid fagrar strendur Sinai-fjallaskagans og forum a laugardagsdjamm med Nassim vini pabba Golla.  Hann er mikill lifskunstner og ollum hnutum kunnugur i Sharm.  Borgina byggja vafasamir russneskir mafiosar og allskyns ferdalangar med mismikla solbrunku.  Svœdid er lika mikil kafaraparadis, en sjorinn er skrautlegastur kringum Dahab.

Eftir einn aukadag i solbadi og svefni heldum vid til Dahab i gœr og keyptum okkur snorklarapipu og gleraugu og hoppudum svo i sjoinn.  Thetta er svakafallegt og rolegt pleis, bara bakpokaferdalangar og kafarar, litid hossl og ferskt loft.  Svo litum vid a skemmtistadinn a svœdinu og eftir drykklanga stund sagdi einhver stelpa ad thad vœri annar Islendingur a golfinu.  Hun benti a gaur sem hun sagdi heita Aron og hann glapti a okkur heillengi thegar hun kynnti okkur, vid toludum islensku vid hann en hann svaradi ekki fyrr en hann var buinn ad kveikja a islensku malstodinni, sagdist varla hafa talad islensku sidustu tiu ar.  Hann er atvinnukafari og nedansjavarmyndatokumadur, hefur buid her og i Thailandi, er a leid til Islands ad taka upp i Thingvallavatni og fyrir nordan.  
Nuna er sidasti dagurinn hans Kolla, vid œtlum i svokallad Blue Hole nordan Dahab ad skyggnast undir yfirbord sjavar og leggjum svo hofudid i bleyti i kveld.

Monday, 23 May 2011

a floti a Nilarfljoti

Nu er eg lentur i Luxor, a rustum Thebes, fornrar hofudborgar Egyptalands, med sjoridu og solbrunku eftir fimm daga a Nilarfljoti.

En hvar sleppti sogu seinast?  Ja vid heldum aftur til Kairo allir 3, og med fraenda Golla einnig til halds og trausts, og stoppudum a rutustod thar sem eg dansadi mikinn salsadans vid unga hermenn, kemur liklega a youtube einhverntimann skot af thvi.  Um kveldid forum vid a tonleika med thjodlegri tonlist, baendafolk ad sunnan med allskyns kynleg hljodfaeri, tokum vid toneikana upp og bordudum svo kameldyr med husradanda, Dr. Akmed,  og reyndum ad fara snemma heim en fengum ekki ad fljota med Yasser vini okkar fyrr en kl. 3.  Thad er vist utgongubann milli 2 og 5 en enginn virdir thad lengur, enda fer folk aldrei ad sofa.
Vid kynntumst aevintyramanni sem heitir Semeh hja Dr. Akmed, og forum med honum i jeppaferd ut i eydimorkina sunnan vid Giza, leidin la gegnum fataekrahverfi thar sem einhver rumur aetladi ad radast a Golla fyrir ad taka myndir af einhverju rusli.  Jadar eydimerkurinnar var einmitt brennandi oskuhaugar, rett vid hlidina a fornleifauppgreftri.  Svo brunadi Semeh yfir blindhaedir sandaldnanna hiklaust og skaut okkur skelk i bringu, en litid var um hindranir a veginum.  Vid saum einhverja sidhaerda maer a arabiskum fola tharna aleina, og thyrludum ryki yfir hana, brunandi i solsetrid.
Vid hlodum vardeld a utsynishaed en sandfok skall a, samt grilludum vid nautapylsur i rokkrinu og horfdum svo a stjornurnar birtast yfir pyramidunum. 

Vid litum inn i predikun i einni staerstu mosku Kairo vid Ramses-torg, thar sem eg stod med kameru aftast og reyndi ad stinga ekki i stuf.  Golli og Kolli settust a dukinn og hlyddu a predikunina, thegar kom svo ad lokabaeninni fann eg mig knuinn til ad skalla golfid eins og allir adrir, thad var bara of kjanalegt ad standa einn uppi medal thusunda a baen.
Thadan roltum vid beint a Tahrir torg thar sem motmaeli voru ad hefjast gegn truarklofningi, en auk thess voru margir med Palestinufana og folk syndi odrum arabarikjum studning i frelsisbarattu theirra.

Vid kynntumst ungum Egypta af fjol-arabiskum uppruna, sem Seif heitir.  Seifur kynntist palestinskri stelpu a facebook fyrir 3 arum og hafa thau verid kaerustupar an thess ad hafa hizt, thvi hun byr a Gaza.  Flokkar ungra egypskra aktivista hofdu verid ad skipuleggja rutuferdir til Gaza fra fimmtudeginum til laugardags, en thetta var fostudagurinn 13. mai.
Seifur var ad gista a hosteli okkar i Kairo,  og aetladi hann ad fara med rutunum og freista thess ad hitta kaerustuna morguninn eftir.  Vid akvadum audvitad ad elta hann, en ruturnar voru flestar stoppadar i Kairo.
Vid reyndum ad koma honum med lest og med bil til Ismailia, en logreglan hafdi gert vegartalma a leidinni til Ismailia.  Thar hofdu stadvadir motmaelendur safnast saman a thjodveginum og allt var i hers hondum.  Hermennirnir grunudu okkur um graesku og vildu skoda spoluna i kamerunni en sem betur fer voru thad bara myndir af Seif ad reyna ad komast i lest, ekkert fra Tahrir-torgi.  Their visudu okkur til baka og Seif gisti med okkur a hostelinu aftur.
Daginn eftir eltum vid hann afram a motmaeli vid israelska sendiradid, sem endudu med atokum vid logreglu.  Svo kiktum vid a sma siglingu a Nilarfljoti og daginn eftir tokum vid naeturlest til Aswan i S-Egyptalandi.
Thar gistum vid a storum fljotabat i rolegheitum og kynntumst thjodfelagi Nubiu-manna, sem voru faerdir nordur a boginn er Aswan-stiflan sokkti heimalandi theirra vid fljotid i Nasser-vatn, sem nu thekur bakka Nilar lengst inn i Sudan.  Their sem vid kynntumst hofdu krokodila sem gaeludyr og voru their mjog ljufir a manninn.
Flutum vid sidan loturhaegt nidur fljotid a opnum seglbat i tvaer naetur og gistum i gaernott i Luxor.  Vid vorum med sjoridu er vid gengum a land og ordnir vel utiteknir.
Svo hofum vid skodad Abu Simbel, Kom Ombo - hof, Idfu-hof og Dal Konunganna, hof Hatshupset og stytturnar af Amenhotep III.  Vid duttum lika ovaent inn i brudkaup hestaribbalda sem dansa med stafi og sverd, og eru hinir mestu fjorkalfar, en varhugaverdir.

Monday, 16 May 2011

Einir medal pyramidanna

Golli fekk œlupest eftir motmœlafundinn, segist alltaf verda veikur er hann kemur til Egyptalands.  Daginn eftir akvadum vid Kolli ad kikja a pyramidana, en Golli hafdi sed hann margoft og var ekki til margs liklegur heima a dynunni.  Vid Kolli tokum rutu til Kairo og svo taxa til Giza, en komum kl 4 og tha var buid ad loka sjalfu svœdinu, engir turistar a ferli vegna byltingarastands og allt vadandi i stigamonnum a hestbaki sem stoppudu bilinn og œtludu ad eta okkur lifandi.  Thessir vœringjar reyndust vera leidsogumenn sem hafa litid ad gera eftir uppreisnina, beduinar sem Mubarak og hans flugumenn redu til ad radast a folksfjoldann a Tahrir torgi fyrr a arinu.  Vid sluppum ur klom theirra inn til ulfaldamanna sem foru med okkur i uppsprengdan tur thvi vid nenntum ekki ad prutta an Golla.  Thetta var eins og ad vera einn i Louvre, pyramidarnir nokkud einmanalegir vid hlidina a Kairo.   Svo bordudum vid einir a svolum sem eru rett a moti sfinxinum og Keopspyramida medan solin settist og ljosin kviknudu a pyramidunum.  Maturinn var samt faranlegur, brennt kjot i smaum skommtum, kannski ekkert ket til reidu. Thad er gott ad vera loksins buinn ad lœra ad sitja ulfalda, en madur finnur vel fyrir thvi dagana a eftir.

Wednesday, 11 May 2011

tilfinningar bornar a torg

A sunnudaginn kiktum vid til Kairo med Haini, logfrœdingnum knaa, og hlustudum a hefdbundna egypska tonlist a leidinni.  Vid fengum okkur svo fylltar dufur og geitaeistu i husasundi, a veitingastad sem er mjog virtur og romadur um allt Egyptaland.  Dufurnar voru frekar kjotlitlar og eitthvad vafasamar, kannski vegna fordoma minna gangvart thessum rottum haloftanna, en geitaeistun voru mjog ljuffeng.
Villikettir strukust vid mig a medan vid bordudum, og eg held eg hafi fengid utbrot af einum theirra, mjog forvitnum.  Svo forum vid a bazaarinn og i lystigard med utsyni yfir gamla bœinn.  Kairo er med fegurri borgum, eins og Romarborg Mid-Austurlanda, turnarnir gnœfa hvarvetna yfir throngum husasundum og mannlifid er idandi eins og a midoldum, miskunnarlaust og havœrt.
Vid litum a Tahrir-torg, sudupunkt byltingarinnar, og thar var folk ad rokrœda kirkjubrennurnar um helgina, en opinber umrœda um stjornmal er nytilkomin og mikil utras hja folki sem fœr loks ad tja sig.
Ungir vinir Palestinu og byltingarmenn sofnudust bratt saman og hropudu slagord um samstodu kristinna og muslima, heldu a krossi og koraninum i sitt hvorri hendi og heldu miklar rœdur sem eg skildi ekki.  Vid tolkum vidtol eg fengum nokkra kontakta sem gœtu hjalpad okkur sidar meir, og frettum ad fostudaginn 13. fœri fjoldi i rutum fra Tahrir-torgi til Gaza, ad freista inngongu.  Nu er Mubarak farinn og thar med loford hans um frid vid Israel, og meirihluti manna vill frjalsa Palestinu, enda frœndur Egypta thar, og Sinai-skaginn einskismannsland a milli.
Eftir Tahrir torg var okkur bent a motmœli kristinna Kopta fyrir framan sjonvarpsstod, og litum thangad, en eins og a Tahrir torgi voru engir fjolmidlar ad fylgjast med, en hundrudir oeirdalogreglumanna med skildi sem girtu af svœdid med gaddavir.  Kristnu mennirnir voru fatœkir og illa til reika, balreidir vegna kirkjubrennunnar og bagrar stodu sinnar gegnum valdatid Mubaraks.  Their voru ekki sannfœrdir eins og muslimarnir um ad glœpamennirnir sem voru teknir fyrir ikveikjuna vœru malalidar valdamanna, heldur skelltu skuldinni a Salafista, heittruarmuslima.  Thad fœrdist fljott mikill hiti i motmœlin, their veifudu krossum og hropudu hord slagord, og bratt reyndu hermenn ad draga okkur ut.  Golli taladi eitthvad vid tha og vid fengum ad fara frjalsir ut svo mugurinn myndi ekki œsast um of.  Vid smygludum samt spolunum ut gegnum thridja adila til oryggis.  Svo fengum vid skutl aftur a rutustoppistod med leigubilstjora sem svindladi a okkur og skildi okkur eftir a lokadri stod, svo vid tokum annan taxa til Ismailia.

Litill heimur

Thad voru miklir fagnadarfundir i frihofninni a Heathrow thegar eg rakst a tha Kolla og Golla, en minnstu munadi ad eg yrdi of seinn vegna vidgerda a nedanjardarteinunum a Piccadilly-linunni.  Hefdi mer tha verid ollum lokid og tekid thvi sem skilabodum fra Allah og snuid heim.  En fuglinn var ekki floginn, vid fundum Boeing 777 ferliki fra Egyptair sem sveif med undraverdum haetti til Kairo, en eg atti meiradsegja erfitt med ad komast thar inn, thvi thegar thridji midavordurinn spurdi um rifrildid sem sa fyrsti reif af boarding passanum fann eg hann ekki, hljop aftur til thess fyrsta gegnum endalausan landgang og fekk nyjan.  Hinn fannst svo i vasanum.  Vel ad merkja, Hugi sagdi mer i gœr ad passinn minn tyndi hefdi fundist i bil mommu hans, sem vid vorum ad erindrekast a degi fyrir brottfor.  
Pabbi Golla, sem hann avarpar sem Baba, sotti okkur a vollinn i Kairo, aldradur en hress kall sem talar thokkalega islensku, ensku og donsku.  Vid keyrdum til Ismailia vid Suez skurdinn, thar sem hann byr, og a leidinni skildi eg glefsur ur samtali theirra Golla, thegar their toludu um Iran, Khomeini og Bahrein, democratia og svoleidis.  Framtid Egyptalands er oskrifad blad og folk hefur almennt ekki ahuga a truarriki, heldur lydraedisriki.
Thad vard greinilegt a leidinni ut ur Kairo ad umferdin yrdi haettulegri en byltingarastandid i landinu, hun er jafnvel glundrodakenndari en i theim niu Afrikulondum sem eg keyrdi i gegnum um arid.  Baba var lika illa leikinn a handlegg eftir bilslys.  Eg get ekki bedid eftir ad fa ad setjast undir styri herna, thetta er eins og klessubilarnir i Tivoliinu i Hveragerdi.
Er vid komum til Ismailia var komid midnaetti og eftir sma tsjill forum vid i seinni kvoldmatinn, en folk er vakandi til 3 a nottunni, med bornin i fanginu, en virdist samt vakna eldsnemma.  Sumir sofna svo yfir daginn en almennt virdist folk ekki sofa mikid.  Eftir thad hongsudum vid a gangstett sem Baba og felagar hans hafa lagt undir sig og drukkum mintute fram a nott.
A laugardeginum forum vid ad Suez-skurdinum og svomludum adeins i honum, tokum svo myndir af skipaumferd og leyfdum kristnum krokkum ad taka otal myndir af okkur med theim.  Thau voru ekki von svona turistum, en baerinn er ekki turistapleis.  Svo kiktum vid a franskan spitala og kirkju vid skurdinn, med mosku vid hlidina a, typiskt fyrir farsœlt samlifi truarbragdanna gegnum aldirnar.  Thad er bannad ad taka myndir af skurdinum svo verdir a svœdinu reyndu ad stoppa okkur en Baba og Haini, logfrœdingur og vinur familiunnar, rifust vid tha medan vid nadum nokkrum myndum.
Um kvoldid forum vid tvisvar ut ad borda og tsjilludum svo feitt.  I ljos kom ad kveikt hafdi verid i kirkju i fatœktarhverfi Kairo, en ordromar voru um ad glœpamenn vœru ad verki, sem fyrrverandi rikisstjornin hefur notad til ad skapa kaos i landinu eftir hrun sitt.  Kristnir menn voru œfareidir, en their eru fatœkur minnihlutahopur her.
Eg heyrdi svo Golla og Baba tala um papyrus og eitthvad, og vard mer hugsad til papyrus-skipa Thors Heyerdahl.  Their voru ad tala um thau og eg sagdist hafa sed papyrusflekann i Oslo, sem Thor sigldi a yfir Atlantshafid til sonnunar a kenningu sinni um tengsl pyramida og menningar Azteka vid menningu Forn-Egypta.  I ljos kom ad Baba hefdi sott thennan fleka til Giza, thar sem hann var til synis, og farid med hann nidur ad sjo, og var thad eina skiptid sem hann skodadi pyramidana.  Litill heimur, sogdum vid badir i einu a tveimur malum, og vissulega er hann svo litill ad sigla ma yfir uthafid a strafleka, og vid tengjumst oll med mismunandi hœtti, tho tengslin liggi ekki i augum uppi.

Friday, 6 May 2011

A fund pharaohanna

Eins og Alexander, Sesar og Napoleon held eg til Egyptalands a eftir, though ekki med neinn landher, bara Kolla kaftein og Golla, sem er ollum hnutum kunnugur og heimamadur, en Egyptaland er nu i mikilli upplausn og breytingaskeidi, eins og flestum er ljost.  Tilgangur fararinnar er ad gera heimildarmynd um thessar breytingar, edli byltingarinnar i N-Afriku og afleidingar; mun hun leida til nyrra hardstjora, alvoru lydrœdisstjornar, truarlegs rikis eda alheimsbyltingar kugadra oreiga gegn hardstjorum sinum? Einnig munum vid skoda samfelagsbyggingu Egyptalands i ljosi sogunnar og spennuna gagnvart nagrannalondum og vestraenum ahrifum.
En thad var ekkert grin ad komast af heimaeyjunni hingad til London, eg framvisadi ogildum gomlum passa i Keflavik, missti af fluginu, tho pabbi kaemi brunandi med retta passann, sem reyndist sidan vera enn eldri passi med mynd af mer sidan 1993.  Tha thurfti eg ad panta flytipassa i Kopavogi og saekja nidur a hagstofu og na svo eftirmiddagsflugi a nyjum mida fra Icelandair.  Ef pabbi hefdi ekki hjalpad mer og skriffinnskan verid svona fljotleg a Islandi vaeri eg enn thar ad bita i hid sura epli.
I can't stand the sight of misspelled Icelandic so I switch to English for a bit.  Here I am at my brother's flat in Gipsy Hill, London, the birds are singing in his garden and the foxes are snooping around.  He picked me up at Gipsy Hill station on his motorbike, but my luggage was a bit too much, though I had left the duty free bag with the brennivin and a carton of ciggies at Heathrow.  Luckily I had stashed an extra carton of Camel non-filters in my camera bag.  We had a few sips with his wife Caroline, and their friends last night before I drowsed away after the rough day.  It's nice to spend a day amongst the polite crowds of England before entering the screaming madness that is Cairo.  I haven't seen anything like it, I gather, I have been on the edge of the Arab and Muslim world, in Morocco, Mauritania, Niger, N-Nigeria and Turkey, but now I enter the eye of the storm.  I better hurry back to Heathrow before I get myself into trouble again.