Nu er eg lentur i Luxor, a rustum Thebes, fornrar hofudborgar Egyptalands, med sjoridu og solbrunku eftir fimm daga a Nilarfljoti.
En hvar sleppti sogu seinast? Ja vid heldum aftur til Kairo allir 3, og med fraenda Golla einnig til halds og trausts, og stoppudum a rutustod thar sem eg dansadi mikinn salsadans vid unga hermenn, kemur liklega a youtube einhverntimann skot af thvi. Um kveldid forum vid a tonleika med thjodlegri tonlist, baendafolk ad sunnan med allskyns kynleg hljodfaeri, tokum vid toneikana upp og bordudum svo kameldyr med husradanda, Dr. Akmed, og reyndum ad fara snemma heim en fengum ekki ad fljota med Yasser vini okkar fyrr en kl. 3. Thad er vist utgongubann milli 2 og 5 en enginn virdir thad lengur, enda fer folk aldrei ad sofa.
Vid kynntumst aevintyramanni sem heitir Semeh hja Dr. Akmed, og forum med honum i jeppaferd ut i eydimorkina sunnan vid Giza, leidin la gegnum fataekrahverfi thar sem einhver rumur aetladi ad radast a Golla fyrir ad taka myndir af einhverju rusli. Jadar eydimerkurinnar var einmitt brennandi oskuhaugar, rett vid hlidina a fornleifauppgreftri. Svo brunadi Semeh yfir blindhaedir sandaldnanna hiklaust og skaut okkur skelk i bringu, en litid var um hindranir a veginum. Vid saum einhverja sidhaerda maer a arabiskum fola tharna aleina, og thyrludum ryki yfir hana, brunandi i solsetrid.
Vid hlodum vardeld a utsynishaed en sandfok skall a, samt grilludum vid nautapylsur i rokkrinu og horfdum svo a stjornurnar birtast yfir pyramidunum.
Vid litum inn i predikun i einni staerstu mosku Kairo vid Ramses-torg, thar sem eg stod med kameru aftast og reyndi ad stinga ekki i stuf. Golli og Kolli settust a dukinn og hlyddu a predikunina, thegar kom svo ad lokabaeninni fann eg mig knuinn til ad skalla golfid eins og allir adrir, thad var bara of kjanalegt ad standa einn uppi medal thusunda a baen.
Thadan roltum vid beint a Tahrir torg thar sem motmaeli voru ad hefjast gegn truarklofningi, en auk thess voru margir med Palestinufana og folk syndi odrum arabarikjum studning i frelsisbarattu theirra.
Vid kynntumst ungum Egypta af fjol-arabiskum uppruna, sem Seif heitir. Seifur kynntist palestinskri stelpu a facebook fyrir 3 arum og hafa thau verid kaerustupar an thess ad hafa hizt, thvi hun byr a Gaza. Flokkar ungra egypskra aktivista hofdu verid ad skipuleggja rutuferdir til Gaza fra fimmtudeginum til laugardags, en thetta var fostudagurinn 13. mai.
Seifur var ad gista a hosteli okkar i Kairo, og aetladi hann ad fara med rutunum og freista thess ad hitta kaerustuna morguninn eftir. Vid akvadum audvitad ad elta hann, en ruturnar voru flestar stoppadar i Kairo.
Vid reyndum ad koma honum med lest og med bil til Ismailia, en logreglan hafdi gert vegartalma a leidinni til Ismailia. Thar hofdu stadvadir motmaelendur safnast saman a thjodveginum og allt var i hers hondum. Hermennirnir grunudu okkur um graesku og vildu skoda spoluna i kamerunni en sem betur fer voru thad bara myndir af Seif ad reyna ad komast i lest, ekkert fra Tahrir-torgi. Their visudu okkur til baka og Seif gisti med okkur a hostelinu aftur.
Daginn eftir eltum vid hann afram a motmaeli vid israelska sendiradid, sem endudu med atokum vid logreglu. Svo kiktum vid a sma siglingu a Nilarfljoti og daginn eftir tokum vid naeturlest til Aswan i S-Egyptalandi.
Thar gistum vid a storum fljotabat i rolegheitum og kynntumst thjodfelagi Nubiu-manna, sem voru faerdir nordur a boginn er Aswan-stiflan sokkti heimalandi theirra vid fljotid i Nasser-vatn, sem nu thekur bakka Nilar lengst inn i Sudan. Their sem vid kynntumst hofdu krokodila sem gaeludyr og voru their mjog ljufir a manninn.
Flutum vid sidan loturhaegt nidur fljotid a opnum seglbat i tvaer naetur og gistum i gaernott i Luxor. Vid vorum med sjoridu er vid gengum a land og ordnir vel utiteknir.
Svo hofum vid skodad Abu Simbel, Kom Ombo - hof, Idfu-hof og Dal Konunganna, hof Hatshupset og stytturnar af Amenhotep III. Vid duttum lika ovaent inn i brudkaup hestaribbalda sem dansa med stafi og sverd, og eru hinir mestu fjorkalfar, en varhugaverdir.
No comments:
Post a Comment